Æft af kappi fyrir viðburðaríkt vor
Nú standa sem hæst æfingar fyrir vordagskrá Karlakórs Akureyrar-Geysis. Það stendur mikið til enda fjöldi tónleika og annarra
viðburða framundan. Vorið er viðburðaríkasti tími kórsins og æfingar hafa staðið í allan vetur.
2. 3. og 11. apríl tekur "KAG-Euro" þátt í opnunarhátíð Valhalla-Bank á Glerártorgi.
17. apríl fer kórinn austur á land og syngur með Karlakórnum Jökli á tónleikum á Hornafirði.
18. apríl verða svo tónleikar með Karlakórnum Drífanda í Egilsstaðakirkju.
30. apríl mætast "litli og stóri" á sameiginlegum tónleikum KAG og Drengjakórs Glerárkirkju í Flugsafni Íslands.
8. maí endurgjalda félagar í Karlakórnum Jökli heimsóknina og syngja ásamt KAG í Glerárkirkju.
15. maí syngur kórinn við setningu landsfundar Landsbjargar í Höllinni á Akureyri. Undir kvöld heldur svo KAG til Hríseyjar og syngur þar
á tónleikum í nýja íþróttahúsinu. Stór dagur hjá okkur.
16. maí nær KAG vorið svo hámarki með árlegum Vortónleikum kórsins í Glerárkirkju. Vorhátíðin er svo um
kvöldið í Lóni og verða menn örugglega glaðir og hressir að vanda þar.