Deginum átti að verja við æfingar í Þelamerkurskóla en það breyttist vegna veðurs og ákveðið var að vera í
Lóni. Snarvitlaust veður var um morguninn, ófærð og snjókoma og óvíst að kórfélagar kæmust yfir höfuð. En menn
létu sig hafa það, bróðurparturinn af kórnum mætti og dagurinn nýttist vel.
Söngurinn hófst um tíuleytið að morgni og nokkrar eiginkonur kórfélaga báru fram dýrindis súpu í hádeginu. Með
hléum var raddæft og sungið fram eftir degi og á sjötta tímanum héldu allir út í hríðina á ný.
Það er allt að smella saman fyrir tónleikana í Hofi og þessi dagur var mjög mikilvægur í þeim undirbúningi. Ljóst er að
mikið verður um dýrðir, en auk KAG koma þar fram fimm einsöngvarar, tvöfaldur kvartett og hljómsveit.