Yfirleitt er árshátíð okkar KAG-manna haldin í febrúar, en mikið var að gera og Lónið þéttsetið allar helgar. Á
þeim tíma var ákveðið að skella hátíðinni bara saman við vorfagnaðinn, sem fyrir vikið varð náttúrlega alveg
frábær.
Hirðkokkurinn okkar, hann Vídalín sá um matinn að venju og klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Hin heilaga þrenning sá um barinn og
eldhúsið. Allar raddir lögðu til atriði í skemmtidagskrá og útfærsla annars bassa á stjórnarfundi hjá KAG var að
sjálfsögðu algjör senuþjófur. Ari í Árgerði sá svo um dansleikinn á eftir. Fullur salur af fólki og mikið fjör
hjá okkur í Lóni...