Á þessum tónleikum verður flutt blanda af nýju og gömlu efni, veraldleg lög og kirkjuleg, negrasálmar og dægurlög. Elsta lagið
er frá miðri 16. öld eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina og það nýjasta eftir Gunnar Halldórsson félaga í KAG.
Einsöngvarar á tónleikunum eru þrír: Erlingur Arason, Heimir Ingimarsson og Jónas Þór Jónasson. Stjórnandi KAG er Valmar
Väljaots og undirleikari Jaan Alavere.
Tónleikarnir á Dalvík verða í Menningarhúsinu Bergi, föstudagskvöldið 14. maí, kl 20:30. Á Akureyri verða
tónleikarnir í Glerárkirkju, laugardaginn 15. maí, kl. 16:00. Aðgangseyrir er krónur 2.000.