KAG - vorið í Hrísey og á Akureyri

Valmar Väljaots, stjórnandi KAG, brýnir karlana til dáða
Valmar Väljaots, stjórnandi KAG, brýnir karlana til dáða
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur tvenna tónleika í Eyjafirði, dagana 15. og 16. maí. Vorið er uppskerutími KAG, þegar strangar æfingar vetrarins skila sér í söng og gleði með hækkandi sól. Hápunktur starfsársins eru vortónleikar KAG í Glerárkirkju á Akureyri. Daginn áður er venjan að taka forskot á sæluna og syngja sömu dagskrá á öðrum stað. Hrísey varð fyrir valinu að þessu sinni og föstudaginn 15. maí syngur KAG á tónleikum í glæsilegu íþróttahúsi Hríseyinga. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og þá hafa karlakórsmenn að sjálfsögðu tekið "Hríseyjarstrætóinn", ferjuna sem allan ársins hring skilar öllum til og frá eyjunni.

Laugardaginn 16. maí, syngur KAG svo á hinum eiginlegu vortónleikum í Glerárkirkju. Þeir tónleikar hefjast klukkan 16:00. Fjölbreytt dagskrá verður á tónleikunum, bæði innlend og erlend lög. Hefðbundin karlakórslög, léttari dægurtónlist, negrasálmar o.fl.

KAG - Syngjandi sælir!