Sungið í sumrinu
07.07.2009
Þrátt fyrir að hefðbundnu starfsári Karlakórs Akureyrar-Geysis ljúki að vori, eru ýmis verkefni yfir sumarið, sum hefðbundin, önnur
tilfallandi. Það sem af er sumri hefur KAG sungið á skemmtun Sjómannadagsins á Akureyri og kórinn kom fram á Ráðhústorgi á
hátíðarhöldum vegna 17. júní. Svo var eitt mánudagskvöld sungið fyrir alþjóðlegan hóp lækna, sem hittust á
Akureyri. Það var svo farið að hausta þegar KAG tók þátt í Akureyrarvöku í lok ágúst og söng um borð í
Húna II ásamt Kvennakór Akureyrar.