01.01.2011
Eins og fjölmörg undanfarin ár hittust KAG félagar í Lóni á gamlársdag, skáluðu saman og tóku lagið. Þessi siður er
skemmtilegur og fastur liður í starfi margra KAG félaga, núverandi og ekki síður fyrrverandi. Karlakór Akureyrar-Geysir sendir ykkur öllum bestu
óskir um gleðilegt nýtt ár og vonar að margir verði á vegi kósins á því góða ári 2011.
Myndir frá gamlársgleðinni
26.12.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg
samskipti á árinu sem senn er liðið og góða mætingu á tónleika KAG á árinu. Hittumst heil á árinu 2011.
20.12.2010
KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa í menningarhúsinu Hofi 16.-17. og 18. desember. Virkilega ánægjulegt erkefni, sungið fyrir
3000 gesti á sex tónleikum á þremur dögum. Uppselt öll kvöldin.
02.12.2010
Þann fyrsta des býður KAG félögum sínum til veislu í Lóni. Makar koma að
sjálfsögðu líka svo og fyrrum félagar og þeirra makar. Byrjað er á að fara upp á Hlíð og halda létta tónleika
þar fyrir íbúana áður en mætt er í Lón. Þar er náttúrlega á borðum hangikjöt með "tilbehör" og
nóg af því...