22.04.2010
Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð og veturinn fomlega að baki. Sumar og vetur frusu saman, sem á að vita á gott sumar. Við vonum að
sjálfsögðu að svo verði. Næstu daga og vikur njóta félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi árangurs af vetrarstarfinu, ströngum
æfingum og söng við hin ýmsu tækifæri. Framundan eru söngferðir og vortónleikar, hápunktur starfsársins!
14.04.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir, Karlakórinn Drífandi og Karlakórinn Jökull efna til kóramóts á Vopnafirði og Egilsstöðum,
föstudaginn 23. og laugardaginn 24. apríl. Undanfarin ár hafa þessir þrír vinakórar heimsótt hver annan landshorna á milli.
Síðastliðið vor kom upp sú hugmynd að kórarnir tækju slaginn saman, hittust á “miðri leið” og héldu stóra
tónleika.
01.04.2010
Að kvöldi sunnudagsins 28. mars tók karlakórinn þátt í kvöldguðsþjónustu í Glerárkirkju. Þessar athafnir eru
með léttu sniði og í þetta sinn var það Krossbandið, sem sá um tónlistina. Hugmyndina að þessari samvinnu átti Snorri
formaður, en hann er líka í Krossbandinu. Vel var mætt til messu og Helgi Hróbjartsson prestur skemmti sér vel. "Þetta var æðislegt" sagði
hann í kaffinu á eftir.