Fréttir

Vetrarstarfið komið af stað

KAG hefur byrjað starfið. Æfingar eru fast á þriðjudögum og til viðbótar á miðvikudögum í tengslum við verkefni. Valmar stjórnar eins og síðustu árin.

Karlakór Akureyrar-Geysir fór söngferð á Snæfellsnes 31.mars til 3. apríl 2023

KAG hélt í söngferð til Snæfellsness um pálmasunnudagshelgina 2023. Gist var í 3 nætur á Fosshótel Stykkishólmi. Á laugardegi 1. apríl var sungið í Ólafsvík og Grundarfirði og á sunnudegi 2. apríl voru tónleikar í Stykkishólmskirkju.

Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis 9.maí 2023

Aðalfundur KAG var haldinn í RKÍ-salnum við Viðjulund 9.maí 2023. Formaður Benedikt Sigurðarson flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri Sigurður Harðarson lagði fram reikninga kórsins Vel var mætt á fundinn og umræður málefnalegar og frjóar. Fundarstjóri var Arnar Árnason