Fréttir

Allt komið á fullt eftir áramót

KAG félagar eru komnir á skrið eftir áramótin og farnir að æfa af krafti. Mörg spennandi verkefni eru framundan. Þar á meðal tónleikar með lögum Björgvins Guðmundssonar, tónskálds. Ekki er ólíklegt að KAG stígi á svið í Hofi, jafnvel verður eitthvað tekið upp af efni og svo verður að sjálfsögðu æft fyrir árlega vortónleika KAG.     

Gamlársgleðin góð sem fyrr

Eins og fjölmörg undanfarin ár hittust KAG félagar í Lóni á gamlársdag, skáluðu saman og tóku lagið. Þessi siður er skemmtilegur og fastur liður í starfi margra KAG félaga, núverandi og ekki síður fyrrverandi. Karlakór Akureyrar-Geysir sendir ykkur öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og vonar að margir verði á vegi kósins á því góða ári 2011.       Myndir frá gamlársgleðinni