Fréttir

Vinnubúðir í Lóni

Laugardaginn 3. nóvember sungu félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi nær samfleytt frá morgni til kvölds! Fyrir löngu var ákveðið að þessi dagur yrði æfingadagur fyrir afmælistónleikana í Hofi, 17. nóvemer. 

Risto Laur sestur við flygilinn

Risto Laur er nýjasti meðlimur í stórum og kraftmiklum hópi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Hann hefur verið ráðinn sem píanóleikari kórsins í vetur. Risto er frá Eistlandi og starfar sem kennari í jazzpíanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri.