Fréttir

Kom blíða tíð - Jólatónleikar KAG 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. 

Það styttist til jóla

Þá eru jólalögin farin að hljóma hjá okkur KAG félögum. Æfingar eru semsagt hafnar fyrir jólatónleika kórsins. Þeir verða í Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 11. desember, kl. 20.

Nýir söngmenn streyma í kórinn

Talsverð endurnýjun er jafnan í hópi söngmanna KAG á hverju hausti og er engin breyting þar á að þessu sinni. Sjö nýir félagar hafa bæst í hópinn á síðustu æfingum! 

Starfsárið hafið! Nýir félagar velkomnir!

Þá er starfsárið hafi hjá félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi og spennandi mánuðir framundan. Fyrsta æfing starfsársins var þriðjudaginn 16. september, þar sem málin voru rædd og talið í nokkur lög. 

„Íslands þúsund ár!“

Eins og segir í fréttinni hér á undan (neðan) heldur Karlakór Akureyrar-Geysir tvenna vortónleika að þessu sinni. Í Bergi á Dalvík og Hofi á Akureyri.

Vortónleikar 2. og 3. maí

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða föstudaginn 2. og laugardaginn 3. maí. Tónleikarnir verða tvennir að þessu sinni; á Dalvík og Akureyri.

„Hæ-Tröllum“ haldið í fimmta sinn

Kóramótið „Hæ-Tröllum" verður haldið í Glerárkirkju næstkomandi laugardag, kl. 17:00. Þetta er í fimmta sinn sem Karlakór Akureyrar-Geysir stefnir til Akureyrar karlakórum allsstaðar að af landinu.

Íslenska KAG-vorið

Það svífur rammíslensk stemmning yfir vötnum KAG-félaga þessar vikurnar. Vortónleikar KAG verða helgaðir íslenskum tón- og ljóðskáldum.

Fánadagur!

Þau eru mörg og misjöfn verkefnin sem félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi taka að sér. Með því óvenjulegra var sennilega þátttaka kórsins í opnun sýningar Halldórs Ásgeirssonar í Listasafninu. Virkilega skemmtilegt og vel heppnað verkefni!