Fréttir

Gleðilega hátíð!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi óska fjölskyldum sínum og öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólatónleikar KAG og Stúlknakórs Akureyrarkirkju

Hátíðlegir og fallegir jólatónleikar í Akureyrarkirkju á miðri aðventunni, fimmtudaginn 12. desember. Flutt verða jólalög eftir akureyrska tónskáldið Birgi Helgason, auk fjölda annarra innlendra og erlendara jólalaga. 

Karlakóraveisla í Miðgarði

Laugardaginn 12. október, halda Karlakór Kjalnesinga og Karlakór Akureyrar-Geysir tónleika í menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði.

Jólalögin farin að hljóma

Þó enn sé september þá eru félagar í KAG farnir að æfa jólalögin. Enda stórt verkefni í vændum á aðventunni. 

Starfsárið hafið!

Þá eru félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi lagðir af stað í enn einn söngveturinn. Kórfélagar komu saman á fundi í Lóni, þriðjudagskvöldið 10. september, til að stilla saman strengi og ákveða starfið til áramóta.

Lón komið í sparifötin

Um miðjan júlí réðust karlakórsfélagar í það mikla verkefni að mála félagsheimilið Lón að utan. Húsið var mikið farið að láta á sjá og kominn tími til að mála. 

Vortónleikar fyrir fullu húsi

Uppselt var á vortónleika KAG í Hofi í gær. Að þessu sinni var sungið í Hömrum, minni samkomusal Hofs. Kórinn fékk mjög góðar móttökur og ekki annað að heyra en tónleikagestir hafi skemmt sér hið besta. 

Horft til sögunnar á vortónleikum KAG

Á vortónleikum Karlakórs Akureyrar-Geysis, sunnudaginn 21. apríl, einblína kórfélagar á tímabilið 1930 - 1950. Horft verður jafnt til erlendra og innlendra tónskálda og víst er að söngdagskráin verður fjölbreytt!

Mottuboð í Hofi

Karlakór Akureyrar-Geysir söng í Mottuboði Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, sem haldið var í Hofi fimmtudagskvöldið 21. mars.

Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð KAG var haldin í Lóni, laugardaginn 9. mars, og heppnaðist sérlega vel! Mætingin í ár var með allra besta móti.