26.12.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg
samskipti á árinu sem senn er liðið og góða mætingu á tónleika KAG á árinu. Hittumst heil á árinu 2011.
20.12.2010
KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa í menningarhúsinu Hofi 16.-17. og 18. desember. Virkilega ánægjulegt erkefni, sungið fyrir
3000 gesti á sex tónleikum á þremur dögum. Uppselt öll kvöldin.
02.12.2010
Þann fyrsta des býður KAG félögum sínum til veislu í Lóni. Makar koma að
sjálfsögðu líka svo og fyrrum félagar og þeirra makar. Byrjað er á að fara upp á Hlíð og halda létta tónleika
þar fyrir íbúana áður en mætt er í Lón. Þar er náttúrlega á borðum hangikjöt með "tilbehör" og
nóg af því...
11.11.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir tók þátt í að heiðra minningu Matthíasar Jochumssonar í Ketilhúsinu í kvöld. Þar var mikil
afmælishátíð í gangi, en Matthías var einmitt fæddur þann 11. nóvember, að vísu fyrir 175 árum. Gísli Sigurgeirsson
setti saman heilmikla dagskrá sem stóð í ríflega tvo tíma.
05.11.2010
Félagar í KAG voru í stórum hópi tónlistarfólks sem kom fram á
árlegum tónleikum til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember.
24.10.2010
Laugardaginn 23. október var mikið um að vera í menningarhúsinu Hofi. Samtals 26 kórar af starfssvæði Eyþings komu
þar fram, hver á eftir öðrum, og fluttu sína dagskrá. KAG var þar að sjálfsögðu og var mættur snemma til æfinga á
sameiginlegu lagi, sem var reyndar ekki á dagskrá fyrr en í lok dagskrárinnar.
19.10.2010
Okkar síungi tenór, Ingvi Rafn Jóhannsson, hlaut heiðursviðurkenningu Sambands íslenskra karlakóra á Kötlumótinu á
Flúðum, 16. október. KAG-félagar óska Ingva hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir áratuga starf fyrir Karlakór Akureyrar,
Karlakórinn Geysi og Karlakór Akureyrar-Geysi!
18.10.2010
Kórinn tók þátt í Kötlumóti á Flúðum laugardaginn 16. okt. Þar voru mættir 14 kórar úr Kötlu, sambandin
sunnlenskra kóra auk tveggja gestakóra, þ.e.a.s. Karlakór Akureyrar-Geysir og nýr finnskur kór "Manifestum". Karlakór Hreppamanna sá um
mótið og sýndu það og sönnuðu að þar er valinn maður í hverju rúmi bæði til söngs og vinnu. Undirbúningur allur
var hreint frábær.
11.10.2010
11. október 2010 eru liðin 20 ár frá því Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geysir voru sameinaðir í Karlakór Akureyrar-Geysi.
Þessir tveir karlakórar höfðu þá starfað um áratuga skeið og voru hvor um sig stór þáttur í menningarstarfi á
Akureyri.
10.10.2010
Nýr vefur Sambands íslenskra karlakóra er kominn í loftið. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um SÍK og söngfélögin
tvö; Heklu og Kötlu. Þá eru á vefnum upplýsingar um alla aðildarkóra SÍK og tenging inn á vefi þeirra kóra sem eru á
netinu. Þá eru tenglar á ýmisskonar tónlistartengda starfsemi.