05.10.2010
Verkefnastaðan hjá KAG þessar vikurnar reynir á skipulag söngæfinga því nú er æft fyrir tvö kóramót! Annars vegar fyrir
Kötlumótið á Flúðum 16. október
og hinsvegar fyrir kóramótið í Hofi 23. október. Hvorttveggja stórviðburðir;
hreinræktað karlakóramót á Flúðum, en stórmót blandaðra kóra í Hofi.
02.10.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir syngur á jólatónleikum
Frostrósa í Hofi á Akureyri, föstudaginn 17. desember. Þessir risatónleikar verða á meðal glæsilegustu viðburða í Hofi
á árinu, þar sem á þriðja hundrað manns koma fram í glæsilegri umgjörð þessarar miklu
tónlistarhátíðar.
29.09.2010
KAG syngur við upphaf landsþings Sambands íslenskra
sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri 29. september til 1. október. Sungin verða nokkur lög í menningarhúsinu Hofi, á
miðvikudag kl. 15:45, rétt fyrir þingsetninguna. Ekki er að efa að söngurinn hafi góð áhrif á hugarástand sveitarstjórnarmannanna
og komi þeim í rétta gírinn fyrir langt þinghald!
23.09.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir verður á meðal þátttakenda í Kötlumóti sunnlenskra karlakóra, sem fram fer á Flúðum
laugardaginn 16. október. Vegna þess hófst hauststarf KAG fyrr en venjulega og er áherslan þessa dagana lögð á æfingar fyrir mótið.
03.09.2010
Karlakór Akureyrar - Geysir er nú að hefja nýtt starfsár. Mánudaginn 6. september klukkan 20:00 verður fyrsta æfingin í félagsheimilinu
okkar, Lóni við Hrísalund á Akureyri. Langar þig að taka þátt í skemmtilegum félagsskap....og syngja, eins og þig hefur lengi
dreymt um að gera?
26.08.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir tekur þátt í opnunarhátíð
menningarhússins Hofs á Akureyri, helgina 27.-29. ágúst. KAG syngur á laugardagskvöld, en þá verður Hof opnað upp á
gátt og allir boðnir velkomnir í húsið kl. 21:00-01:00.
02.08.2010
Strákarnir mættu alveg galvaskir á sviðið á grasflötinni fyrir neðan samkomuhúsið á Akureyri rétt fyrir níu að
kvöldi sunnudags í Verslunarmannahelgi.
31.05.2010
Kosningahelgi - Júróvisiónhelgi - tónleikahelgi. 28. - 30. maí. Allt er þá þrennt er. Þessa einu sönnu kosningahelgi, nú
eða Júróvisiónhelgi valdi Kvennakór Öldutúns sér til að koma í heimsókn til okkar.
18.05.2010
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis, fyrir starfsárið 2009-2010, var haldinn í Lóni mánudaginn 17. maí, kl. 20. Hefðbundin
aðalfundarstörf; skýrslur, kosningar og önnur mál.
16.05.2010
Yfirleitt er árshátíð okkar KAG-manna haldin í febrúar, en mikið var að gera og Lónið þéttsetið allar helgar. Á
þeim tíma var ákveðið að skella hátíðinni bara saman við vorfagnaðinn, sem fyrir vikið varð náttúrlega alveg
frábær.