26.12.2009
Karlakór Akureyrar-Geysir óskar öllum velunnurum sínum og tónleikagestum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með von um
áframhaldandi góðan söng og samskipti.
08.12.2009
Það er annríki í jólamánuðinum hjá
félögum í Karlakór Akureyrar-Geysi og jólalögin sungin víða. Kórinn kemur fram á ýmsum stöðum fram að jólum.
Fimmtudagskvöldið 10. desember, tekur KAG þátt í styrktartónleikum fyrir Hljóðfærasafnið á Akureyri, sem haldnir verða
á Græna hattinum. Þar verður kórinn í portinu fyrir utan Græna hattinn og tekur á móti tónleikagestum með
jólalögum, milli kl. 20 og 21.
04.12.2009
Hin árlega 1. des. samkoma KAG var einstaklega vel heppnuð að þessu sinni. Skemmtileg söngstund með eldri borgurum, frábært
hangikjötskvöld í Lóni, árangursríkt bögglauppboð og heldur betur óvænt uppákoma í lokin!