17.05.2011
Komið er að hinum árlegu Vortónleikum Karlakórs Akureyrar-Geysis. Þeir verða í Glerárkirkju, laugardaginn 21. maí, klukkan 15.
Vortónleikarnir eru hápunktur starfsárs KAG, uppskera mikillar vinnu undanfarinna mánaða.
10.05.2011
Laugardaginn 14. maí tekur Karlakór Akureyrar-Geysir þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og
Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi. 40 danskir hljóðfæraleikarar frá tveimur tónlistarskólum á
Kaupmannahafnarsvæðinu leika einnig á tónleikunum.
03.05.2011
Það er ekki venjan að KAG félagar klæði sig upp í smóking fyrir æfingar. Þannig var það nú samt á síðustu
æfingu, en tilefnið var myndataka. Kórinn var drifinn upp í rútu og keyrt með hann niður að Oddeyrarbryggju. Þar var Kristjana formannsfrú
mætt og smalaði hún kórnum á fyrirfram ákveðinn stað og smellti án afláts. Þaðan var ekið í Glerárkirkju og
tekin "stúdíómynd". Takk fyrir okkur Kristjana!
02.05.2011
Nú styttist óðum í hápunkt starfsársins; vortónleika KAG. Þeir verða 20. og 21. maí. Þessa tónleika hafa KAG félagar
undirbúið í allan vetur, í bland við fjölmörg önnur verkefni. Þau síðustu voru tónleikarnir með Heimi Bjarna 7. apríl og
stóru Björgvins tónleikarnir 10. apríl. Með vortónleikum og aðalfundi í kjölfarið lýkur starfsárinu formlega, þó
nokkur tilfallandi verkefni séu alltaf yfir sumartímann. Gleðilegt sumar!