Fréttir

Kórsöngurinn í Hofi og sagan af hjálminum góða!

       Laugardaginn 23. október var mikið um að vera í menningarhúsinu Hofi. Samtals 26 kórar af starfssvæði Eyþings komu þar fram, hver á eftir öðrum, og fluttu sína dagskrá. KAG var þar að sjálfsögðu og var mættur snemma til æfinga á sameiginlegu lagi, sem var reyndar ekki á dagskrá fyrr en í lok dagskrárinnar. 

Ingvi Rafn heiðraður!

Okkar síungi tenór, Ingvi Rafn Jóhannsson, hlaut heiðursviðurkenningu Sambands íslenskra karlakóra á Kötlumótinu á Flúðum, 16. október. KAG-félagar óska Ingva hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu fyrir áratuga starf fyrir Karlakór Akureyrar, Karlakórinn Geysi og Karlakór Akureyrar-Geysi! 

Kötlumót á Flúðum

Kórinn tók þátt í Kötlumóti á Flúðum laugardaginn 16. okt. Þar voru mættir 14 kórar úr Kötlu, sambandin sunnlenskra kóra auk tveggja gestakóra, þ.e.a.s. Karlakór Akureyrar-Geysir og nýr finnskur kór "Manifestum". Karlakór Hreppamanna sá um mótið og sýndu það og sönnuðu að þar er valinn maður í hverju rúmi bæði til söngs og vinnu. Undirbúningur allur var hreint frábær.

KAG 20 ára!

11. október 2010 eru liðin 20 ár frá því Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geysir voru sameinaðir í Karlakór Akureyrar-Geysi. Þessir tveir karlakórar höfðu þá starfað um áratuga skeið og voru hvor um sig stór þáttur í menningarstarfi á Akureyri.

SÍK með nýjan vef

Nýr vefur Sambands íslenskra karlakóra er kominn í loftið. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um SÍK og söngfélögin tvö; Heklu og Kötlu. Þá eru á vefnum upplýsingar um alla aðildarkóra SÍK og tenging inn á vefi þeirra kóra sem eru á netinu. Þá eru tenglar á ýmisskonar tónlistartengda starfsemi. 

Æft fyrir Kötlumót og Hofsmót

Verkefnastaðan hjá KAG þessar vikurnar reynir á skipulag söngæfinga því nú er æft fyrir tvö kóramót! Annars vegar fyrir Kötlumótið á Flúðum 16. október og hinsvegar fyrir kóramótið í Hofi 23. október. Hvorttveggja stórviðburðir; hreinræktað karlakóramót á Flúðum, en stórmót blandaðra kóra í Hofi.       

KAG gengur til liðs við Frostrósir!

Karlakór Akureyrar-Geysir syngur á jólatónleikum Frostrósa í Hofi á Akureyri, föstudaginn 17. desember. Þessir risatónleikar verða á meðal glæsilegustu viðburða í Hofi á árinu, þar sem á þriðja hundrað manns koma fram í glæsilegri umgjörð þessarar miklu tónlistarhátíðar.