Fréttir

Hjörleifur Örn Jónsson er nýr stjórnandi KAG

Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, hefur verið ráðinn stjórnandi Karlakórs Akureyrar-Geysis. Hjörleifur tekur við starfinu af Valmari Väljaots sem hefur stýrt KAG undanfarin fimm ár. Valmar hefur ákveðið að snúa sér að frekara námi í orgelleik og óska félagar í KAG honum velfarnaðar með bestu þökkum fyrir frábært samstarf!