Fréttir

Viðburðaríkt KAG vor í vændum

Nú standa sem hæst æfingar fyrir vordagskrá Karlakórs Akureyrar-Geysis. Það stendur mikið til enda fjöldi tónleika og annarra viðburða framundan. Vorið er viðburðaríkasti tími kórsins og æfingar hafa staðið í allan vetur.

Velheppnuð árshátíð KAG

Árshátíð KAG var haldin í Lóni laugardaginn 7. mars og heppnaðist alveg stórvel! Maturinn var góður, hver rödd sá um að skemmta öllum hinum og svo var dansað fram á rauða nótt!

Heklusöngur númer tvö

Um miðja síðustu öld var haldin samkeppni um lag við texta Jónasar Tryggvasonar: Heklusöngur. Hekla er samband norðlenskra karlakóra. Vinningslagið var eftir Áskel Snorrason, en fast á hæla þess kom lag Jóhanns Ó. Haraldssonar. Lagið hefur aðeins einu sinni verið flutt á þessum næstum sextíu árum. KAG ætlar á þessari önn að skoða þetta lag og svona leyfa fólki að fá fleiri sjónarhorn á Heklusönginn.

Æfingar hafnar á nýju ári

Þá er allt komið á fullt hjá KAG eftir jólafrí. Fullt af nýjum lögum komin á dagskrá og eldri lög rifjuð upp. Næstu mánuðir verða viðburðaríkir og ná væntanlega hámarki á vortónleikum KAG.