Fréttir

Árshátíð KAG 2011

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn! Árshátíð KAG verður haldin í Lóni laugardaginn 12. mars. Það er hinn ómótstæðilegi 2. tenór sem sér um hátíðina að þessu sinni. Þeir hafa undirbúið herlega dagskrá með góðum mat og öllu tilheyrandi.  

Valmar í Landanum!

Valmar, okkar mikli snillingur, var gestur í síðasta þætti Landans. Skrapp til Íslands árið 1994 og ætlaði að vera í eitt ár! Er hér enn sem betur fer og verður vonandi sem lengst! Skemmtilegt viðtal við Valmar. Sjáið hér   

Allt komið á fullt eftir áramót

KAG félagar eru komnir á skrið eftir áramótin og farnir að æfa af krafti. Mörg spennandi verkefni eru framundan. Þar á meðal tónleikar með lögum Björgvins Guðmundssonar, tónskálds. Ekki er ólíklegt að KAG stígi á svið í Hofi, jafnvel verður eitthvað tekið upp af efni og svo verður að sjálfsögðu æft fyrir árlega vortónleika KAG.     

Gamlársgleðin góð sem fyrr

Eins og fjölmörg undanfarin ár hittust KAG félagar í Lóni á gamlársdag, skáluðu saman og tóku lagið. Þessi siður er skemmtilegur og fastur liður í starfi margra KAG félaga, núverandi og ekki síður fyrrverandi. Karlakór Akureyrar-Geysir sendir ykkur öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og vonar að margir verði á vegi kósins á því góða ári 2011.       Myndir frá gamlársgleðinni

Gleðileg jól!

Karlakór Akureyrar-Geysir óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem senn er liðið og góða mætingu á tónleika KAG á árinu. Hittumst heil á árinu 2011.

Frábæru Frostrósaverkefni lokið!

KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa í menningarhúsinu Hofi 16.-17. og 18. desember. Virkilega ánægjulegt erkefni, sungið fyrir 3000 gesti á sex tónleikum á þremur dögum. Uppselt öll kvöldin. 

1. des. Hátíð í Lóni

 Þann fyrsta des býður KAG félögum sínum til veislu í Lóni. Makar koma að sjálfsögðu líka svo og fyrrum félagar og þeirra makar. Byrjað er á að fara upp á Hlíð og halda létta tónleika þar fyrir íbúana áður en mætt er í Lón. Þar er náttúrlega á borðum hangikjöt með "tilbehör" og nóg af því...

Matthías Jochumsson - 175 ára afmæli

Karlakór Akureyrar-Geysir tók þátt í að heiðra minningu Matthíasar Jochumssonar í Ketilhúsinu í kvöld. Þar var mikil afmælishátíð í gangi, en Matthías var einmitt fæddur þann 11. nóvember, að vísu fyrir 175 árum. Gísli Sigurgeirsson setti saman heilmikla dagskrá sem stóð í ríflega tvo tíma.

Sungið til styrktar Aflinu

Félagar í KAG voru í stórum hópi tónlistarfólks sem kom fram á árlegum tónleikum til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember.

Kórsöngurinn í Hofi og sagan af hjálminum góða!

       Laugardaginn 23. október var mikið um að vera í menningarhúsinu Hofi. Samtals 26 kórar af starfssvæði Eyþings komu þar fram, hver á eftir öðrum, og fluttu sína dagskrá. KAG var þar að sjálfsögðu og var mættur snemma til æfinga á sameiginlegu lagi, sem var reyndar ekki á dagskrá fyrr en í lok dagskrárinnar.