22.02.2011
Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn! Árshátíð KAG verður haldin í Lóni laugardaginn 12. mars. Það er hinn
ómótstæðilegi 2. tenór sem sér um hátíðina að þessu sinni. Þeir hafa undirbúið herlega dagskrá með
góðum mat og öllu tilheyrandi.
14.02.2011
Valmar, okkar mikli snillingur, var gestur í síðasta þætti Landans. Skrapp til Íslands árið 1994 og ætlaði að vera í eitt
ár! Er hér enn sem betur fer og verður vonandi sem lengst! Skemmtilegt viðtal við Valmar.
Sjáið hér
19.01.2011
KAG félagar eru komnir á skrið eftir áramótin og farnir að æfa af krafti. Mörg spennandi verkefni eru framundan. Þar á meðal
tónleikar með lögum Björgvins Guðmundssonar, tónskálds. Ekki er ólíklegt að KAG stígi á svið í Hofi, jafnvel
verður eitthvað tekið upp af efni og svo verður að sjálfsögðu æft fyrir árlega vortónleika KAG.
01.01.2011
Eins og fjölmörg undanfarin ár hittust KAG félagar í Lóni á gamlársdag, skáluðu saman og tóku lagið. Þessi siður er
skemmtilegur og fastur liður í starfi margra KAG félaga, núverandi og ekki síður fyrrverandi. Karlakór Akureyrar-Geysir sendir ykkur öllum bestu
óskir um gleðilegt nýtt ár og vonar að margir verði á vegi kósins á því góða ári 2011.
Myndir frá gamlársgleðinni
26.12.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg
samskipti á árinu sem senn er liðið og góða mætingu á tónleika KAG á árinu. Hittumst heil á árinu 2011.
20.12.2010
KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa í menningarhúsinu Hofi 16.-17. og 18. desember. Virkilega ánægjulegt erkefni, sungið fyrir
3000 gesti á sex tónleikum á þremur dögum. Uppselt öll kvöldin.
02.12.2010
Þann fyrsta des býður KAG félögum sínum til veislu í Lóni. Makar koma að
sjálfsögðu líka svo og fyrrum félagar og þeirra makar. Byrjað er á að fara upp á Hlíð og halda létta tónleika
þar fyrir íbúana áður en mætt er í Lón. Þar er náttúrlega á borðum hangikjöt með "tilbehör" og
nóg af því...
11.11.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir tók þátt í að heiðra minningu Matthíasar Jochumssonar í Ketilhúsinu í kvöld. Þar var mikil
afmælishátíð í gangi, en Matthías var einmitt fæddur þann 11. nóvember, að vísu fyrir 175 árum. Gísli Sigurgeirsson
setti saman heilmikla dagskrá sem stóð í ríflega tvo tíma.
05.11.2010
Félagar í KAG voru í stórum hópi tónlistarfólks sem kom fram á
árlegum tónleikum til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember.
24.10.2010
Laugardaginn 23. október var mikið um að vera í menningarhúsinu Hofi. Samtals 26 kórar af starfssvæði Eyþings komu
þar fram, hver á eftir öðrum, og fluttu sína dagskrá. KAG var þar að sjálfsögðu og var mættur snemma til æfinga á
sameiginlegu lagi, sem var reyndar ekki á dagskrá fyrr en í lok dagskrárinnar.