08.06.2012
Það var skemmtileg stund í Minjasafninu á Akureyri sunnudaginn 3. júní. Safnið var 50 ára og haldið var upp á afmælið með
veglegum hætti.
10.05.2012
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis var haldinn mánudaginn 7. maí. Talsverðar breytingar urðu á stjórn kórsins, fjórir nýir menn
komu inn í stjórn og skipt var um karlinn í brúnni.
30.04.2012
KAG fékk skemmtilega heimsókn þegar Önfirðingurinn Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi Fjallabræðra, kom á æfingu til að
taka upp "Þjóðlagið" - Rrödd þjóðarinnar.
24.04.2012
Það er sannkölluð sönghelgi framundan hjá Karlakór Akureyrar-Geysi, þar sem sungið verður á þremur stöðum á jafn
mörgum dögum. Sjálfir Vortónleikarnir 5. maí verða þar auðvitað hápunkturinn!
12.04.2012
Það er allt að verða klárt fyrir Heklumót karlakóra á Ísafirði 21. apríl. Þar sameinast átta karlakórar af landinu
norðanverðu, auk tveggja gestakóra að sunnan, og syngja eins og þeir eigi lífið að leysa.
31.03.2012
Karlakór Akureyrar-Geysir söng í Mottuboði Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis sem
haldið var í Hofi fimmtudagskvöldið 29. mars.
18.03.2012
Það verður mikið um dýrðir í Glerárkirkju,
laugardaginn 24. mars, þegar þrír norðlenskir karlakórar sameinast á söngmótinu “Hæ! Tröllum”. Karlakór Akureyrar-Geysir hefur staðið fyrir
þessu móti nokkur undanafarin ár og hafa margir kórar tekið þátt.
10.01.2012
Þá er allt komið á fullt eftir góða hvíld yfir jól og áramót. Og víst er að KAG félagar munu ekki sitja auðum
höndum næstu vikur og mánuði.
26.12.2011
KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa á Akureyri og nú í annað sinn. Undirbúningur fyrir tónleikana stóð yfir
í nokkrar vikur og árangur erfiðisins kom í ljós á glæsilegum tónleikum í Höllinni laugardaginn 17. desember.
24.11.2011
Karlakór Akureyrar-Geysir var á meðal styrkþega úr Styrktar- og menningarsjóði KEA árið 2011. KAG fékk úthutað 250.000
krónum úr styrkflokki ætluðum þátttökuverkefnum. Styrkurinn er ætlaður til tónleikahalds í tilefni af 90 ára afmæli
kórsins.