02.08.2010
Strákarnir mættu alveg galvaskir á sviðið á grasflötinni fyrir neðan samkomuhúsið á Akureyri rétt fyrir níu að
kvöldi sunnudags í Verslunarmannahelgi.
31.05.2010
Kosningahelgi - Júróvisiónhelgi - tónleikahelgi. 28. - 30. maí. Allt er þá þrennt er. Þessa einu sönnu kosningahelgi, nú
eða Júróvisiónhelgi valdi Kvennakór Öldutúns sér til að koma í heimsókn til okkar.
18.05.2010
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis, fyrir starfsárið 2009-2010, var haldinn í Lóni mánudaginn 17. maí, kl. 20. Hefðbundin
aðalfundarstörf; skýrslur, kosningar og önnur mál.
16.05.2010
Yfirleitt er árshátíð okkar KAG-manna haldin í febrúar, en mikið var að gera og Lónið þéttsetið allar helgar. Á
þeim tíma var ákveðið að skella hátíðinni bara saman við vorfagnaðinn, sem fyrir vikið varð náttúrlega alveg
frábær.
16.05.2010
Fyrri vortónleikarnir okkar voru haldnir í nýju menningarhúsi Dalvíkinga, Bergi, að kvöldi föstudagsins 14. maí, en þeir seinni að
venju í Glerárkirkju seinni part laugardagsins 15. maí.
11.05.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur vortónleika sína á Dalvík og Akureyri, 14. og 15. maí. Vortónleikar eru jafnan hápunktur
starfsársins og þar fá tónleikagestir að heyra afrakstur æfinganna hjá KAG-félögum í vetur.
05.05.2010
Í kvöld mættu nokkrir vaskir KAG félagar í árlega vorvinnu á lóðinni umverfis Lón. Þar var klippt, rakað, sópað,
spúlað, tínt rusl o.fl. Það skiptir auðvitað máli að umhverfi Lóns sé snyrtilegt og þannig er það svo sannarlega eftir
þessa árangursríku kvöldstund. Stútfull kerra af greinum og allskyns rusli, eftir veturinn, er farin á haugana! Fleiri myndir hér.
22.04.2010
Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð og veturinn fomlega að baki. Sumar og vetur frusu saman, sem á að vita á gott sumar. Við vonum að
sjálfsögðu að svo verði. Næstu daga og vikur njóta félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi árangurs af vetrarstarfinu, ströngum
æfingum og söng við hin ýmsu tækifæri. Framundan eru söngferðir og vortónleikar, hápunktur starfsársins!
14.04.2010
Karlakór Akureyrar-Geysir, Karlakórinn Drífandi og Karlakórinn Jökull efna til kóramóts á Vopnafirði og Egilsstöðum,
föstudaginn 23. og laugardaginn 24. apríl. Undanfarin ár hafa þessir þrír vinakórar heimsótt hver annan landshorna á milli.
Síðastliðið vor kom upp sú hugmynd að kórarnir tækju slaginn saman, hittust á “miðri leið” og héldu stóra
tónleika.
01.04.2010
Að kvöldi sunnudagsins 28. mars tók karlakórinn þátt í kvöldguðsþjónustu í Glerárkirkju. Þessar athafnir eru
með léttu sniði og í þetta sinn var það Krossbandið, sem sá um tónlistina. Hugmyndina að þessari samvinnu átti Snorri
formaður, en hann er líka í Krossbandinu. Vel var mætt til messu og Helgi Hróbjartsson prestur skemmti sér vel. "Þetta var æðislegt" sagði
hann í kaffinu á eftir.