12.04.2022
Karlakór Akureyrar Geysir hélt vortónleika í Hofi 23. apríl. Sérstakur gestur á tónleikunum var Andrea Gylfadóttir.
Eftir langt hlé og lítinn söng eru þessir tónleikar upptaktur að 100 ára afmælisfögnuði kórsins sem verður með stærri viðburðum síðar á árinu. En í ár eru 100 ár frá því að Karlakórinn Geysir byrjaði starf sitt. Karlakór Akureyrar var síðan stofnaður árið 1929 - en frá árinu 1990 runnu þessir kórar saman í Karlakór Akureyrar Geysi.
12.05.2021
var haldinn 11. maí 2021. Góð mæting var á fundinn og málefnalegar umræður.
04.01.2021
Aðalfundur Karlakórs Akueyrar Geysis í maí 2020 ákvað að leita tilboða í eign kórsins við Hrísalund 1a. Í framhaldi af því var eignin auglýst og óskað tilboða. Nú hefur KAG samþykkt kauptilboð - með venjulegum fyrirvörum - og á grundvelli þess er gert ráð fyrir að félagið hætti rekstri Lóns á næstu mánuðum. Nánari dagsetningar vegna afhendingar og viðtöku nýrra eigenda verða ákveðnar á næstunni að því gefnu að forsendur tilboðs fari eftir.
KAG mun því ekki geta staðfest útleigu eða bókanir í húsið eftir febrúar/mars 2021. Þeir aðilar sem hafa pantað afnot af húsinu eftir febrúar 2021 ættu að hafa samband við húsvörðinn Henry Henrikssen
15.05.2019
Aðalfundur KAG fyrir starfsárið 2018/2019 var haldinn 14. maí. Fín mæting og fjörugur fundur. Gott starfsár að baki og ekki síðra framundan!
13.05.2019
Laugardaginn 11. maí héldu KAG-félagar í söngferð til Austurlands með vortónleikana. Aldeilis frábær ferð!
06.05.2019
Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis 2019 voru í Glerárkirkju 4. maí. Rammíslenskir tónleikar þar sem öll lög og textar voru eftir íslenska höfunda.
13.04.2019
Karlakórinn Stefnir hélt tónleika í Akureyrarkirkju 13. apríl og bauð okkur KAG-félögum að syngja með. Sem við þáðum að sjálfsögðu!
06.04.2019
Það var frábær dagur hjá KAG-köllum í dag! Æfingaferð til Grenivíkur þar sem æft var og sungið frá 10-15.
15.03.2019
KAG-kallar sungu á málþingi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis um karla og krabbamein, sem haldið var í Hofi.
17.02.2019
Það var mikið um dýrðir þegar KAG bauð gestum Götubarsins upp á opna æfingu laugardagskvöldið 9. febrúar.