09.01.2025
Í tilefni 100 ára afmælis samfellds karlakórastarfs á Akureyri hljóðritaði KAG nokkur lög í nóvember 2023. Níu laga plata er komin til spilunar á Spotify -
24.09.2024
Dagana 7. - 17. október 2024 dvaldi KAG á Suður Ítalíu/Calabria. Flogið var beint frá Akureyri og lent á Lamezia Terme, í næsta nágrenni við Hótel-garðinn þar sem hópurinn dvaldi allan tímann.
Makar og velunnarar voru með í ferðinni - en Heimsferðir önnuðust ferðina og fararstjórn á Ítalíu.
15.05.2024
Aðalfundur Karlakórs Akureyrar-Geysis var haldinn 14. maí 2024. Fundurinn var prýðilega sóttur og fjöldi mála tekinn til umræðu og afgreiðslu.
20.09.2023
KAG hefur byrjað starfið. Æfingar eru fast á þriðjudögum og til viðbótar á miðvikudögum í tengslum við verkefni. Valmar stjórnar eins og síðustu árin.
22.05.2023
KAG hélt í söngferð til Snæfellsness um pálmasunnudagshelgina 2023. Gist var í 3 nætur á Fosshótel Stykkishólmi. Á laugardegi 1. apríl var sungið í Ólafsvík og Grundarfirði og á sunnudegi 2. apríl voru tónleikar í Stykkishólmskirkju.
10.05.2023
Aðalfundur KAG var haldinn í RKÍ-salnum við Viðjulund 9.maí 2023.
Formaður Benedikt Sigurðarson flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri Sigurður Harðarson lagði fram reikninga kórsins
Vel var mætt á fundinn og umræður málefnalegar og frjóar.
Fundarstjóri var Arnar Árnason
23.11.2022
Karlakórinn Geysir hóf starf á haustmánuðum árið 1922. Því var fagnað með tónleikum í Hofi 12. nóvember 2022
30.09.2022
Til að fagna 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri heldur Karlakór Akureyrar Geysir tónleika í Hofi laugardaginn 12. nóvember.
Gamlir félagar eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í hátíðinni - miðasala við innganginn og á mak.is
13.09.2022
Framundan er að ljúka 100 ára afmælisárinu - með tónleikum í Hofi laugardaginn 12. nóvember. Eldri félagar eru hvattir til að skrá sig á tónleika þannig að unnt verði að taka frá fyrir þá miða á sér-verði; 2 fyrir 1. (Fljótlega opnað fyrir pantanir). Áhugavert væri að fá umtalsverðan fjölda eldri félaga til að koma á svið með kórnum og syngja 1-2 lög og upplifa að nýju samhljóm í söng með öflugum karlakór.
22.05.2022
Fundurinn var haldinn í RKÍ salnum við Viðjulund sem hefur verið æfingahúsnæði kórsins sl. ár.